Prenta |

Leiðsögn um svæðið

Höfundur: Hrönn Konráðsdóttir.

digital-atr-2012-08-26

Fornleifafræðingar sem vinna á Alþingisreitnum hafa boðið upp á leiðsagnir um svæðið í sumar sem hafa mælst vel fyrir. Farið er á hverjum degi frá Aðalstræti, framan við Landnámssýninguna kl 11 og er þá boðið upp á leiðsögn á ensku. Á sunnudögum hefur aftur á móti verið leiðsögn á íslensku og hafa hóparnir talið 15-30 manns seinustu sunnudaga. Gaman er að sjá hve mikill áhugi er á uppgreftrinum og hvetjum við áhugasama til að mæta á næsta sunnudag kl 14 og nýta sér þessa þjónustu.