Prenta |

Textíll frá 9-11. öld

Höfundur: Hrönn Konráðsdóttir.

img 1129

Textíll varðveitist yfirleitt ekki mjög vel, enda er hann yfirleitt gerður úr lífrænu efni, þó að ýmis textíll nútímans, eins og nylon og flís séu ekki lífrænir og munu eflaust varðveitast vel í jarðlögum framtíðarinnar. Það er helst ef jarðvegurinn er mjög blautur eða í mýrum sem textíll varðveitist hér á landi, þar sem súrefni kemst ekki að. Hér að ofan má sjá textíl sem fannst um daginn á Alþingisreitnum og er hann frá 9-11 öld.

Hann hefur ekki verið skoðaður af textílfræðingi, en við fyrstu sýn virðist hann vera ofinn. Flestur sá textíll sem hefur fundist frá þessu tímabili í fornleifauppgröftum hefur verið ofinn. Einnig hefur vattarsaumur verið notaður að einhverju leyti á þessum tíma. Prjón kom hins vegar ekki til íslands fyrr en á 16. öld eftir því sem við best vitum, því elsta prjónalesið sem hefur fundist fannst í uppgröftinum á Stóruborg og er frá fyrri hluta 16.aldar.