Prenta |

Vegið og metið á Alþingisreitnum

Höfundur: Sólrún Inga.

IMG 2126

Þessi glæsilegi gripur fannst í norðaustur horni svæðisins nálagt móöskubruna í víkingaaldar jarðlagi. En gripurinn er úr blýi og vegur 13 gr. Þetta mun vera met sem notað var til þess að meta þyngd ákveðins efnis, t.d. við vöruskipti á víkingaöld. En ekki getum við vitað um hverskonar efni var að ræða, kannski silfur?

 Á hann hefur verið risst „+″ öðrum megin og „—” hinum megin. En það gæti einnig verið „X″ og „I″, þ.e. rómversku tölurnar fyrir tölustafinn 10 og tölustafinn 1. Hugsanlega væri hægt að nota hann í borðspili, kannski sem peð í hnefatafli. Gripur þessi er afar áhugaverður og mun hann verða rannsakaður ítarlegar á næstu vikum. Endilega skrifið ummæli ef þið hafið einhverjar hugmyndir.