Prenta |

Síðasta íslenska leiðsögn sumarsins

Höfundur: Bergsveinn Þórsson.

Leiðsögn hefst við Landnámssýninguna

Sunnudaginn 26. ágúst verður boðið upp á leiðsögn á íslensku um fornleifauppgröft á Alþingisreitnum. Þetta verður síðasta íslenska leiðsögn sumarsins en rannsókn hefur staðið yfir í allt sumar.

Lagt er upp frá Landnámssýningunni Reykjavík 871+/-2 í Aðalstræti 16 klukkan 14:00. Una Helga Jónsdóttir, fornleifafræðingur, mun leiða hópinn og segja frá gangi mála og nýjustu uppgötvunum.

Minjasafn Reykjavíkur hefur í sumar verið í samstarfi við Alþingi og fornleifafræðingana á Alþingisreitnum um miðlun á verkefninu. Staðið hefur verið fyrir leiðsögnum um uppgraftarsvæðið, bæði á ensku og íslensku. Viðtökurnar hafa vægast sagt verið góðar og greinilega mikill áhugi á verkefninu bæði hjá ferðamönnum sem og heimamönnum.