Prenta |

Járnvinnsla og eldsmiðir

Höfundur: Hrönn Konráðsdóttir.

553840 516350338382308 311427746 n

Á menningarnótt komu eldsmiðir í heimsókn á Alþingisreitinn og sýndu sína iðn þar. Af því tilefni langar mig að skrifa aðeins um járnvinnslusvæðið frá 9-11 öld sem fannst í uppgreftrinum 2008-2009 á Alþingisreit.

 Þetta var heillegt járnvinnslusvæði, með kolagröf, ofnum, aflsteini, ræsi og gjalli. Í norðurhorni uppgraftrarins fannst kolagröf, þar sem kolin fyrir járnvinnsluna voru gerð úr birkiskógunum í nágrenni við vinnslustaðinn.

ATR-2009-109-06 resize

Á myndinni hér að ofan sjást þrír ofnar, sem notaðir voru til að vinna járn úr mýrarrauða. Það var mýri upp við þetta svæði og þaðan hefur mýrarrauðinn eflaust komið. Þessir ofnar voru þó ekki bara holur í sjávarmölina eins og þeir líta út fyrir að vera hér, heldur voru þeir byggðir úr torfi ofaná holurnar sem voru fyrst grafnar. En eftir að hætt er að nota þá fellur torfið oft ofaní þá og þannig finnast þeir í uppgröftum.

Hér má sjá einn af ofnunum nær:

ATR-2009-107-03 resize

Þegar ofnarnir voru í notkun voru þeir svipaðir þessum:

furnace

 

Járnið varð til á þennan hátt: Ofan í holuna var settur mýrarrauði og viðarkol, sitt á hvað í nokkur lög. Því næst var kveikt í kolunum og eldurinn æstur með físibelg, eins og verið er að gera á teikningunni hér að ofan. Þannig hitnaði mýrarrauðinn og gjallið rann úr honum, því það hefur lægra bræðslumark en járnið. Þegar gjallið var runnið úr á botninn varð til járnklumpur úr járninu sem varð eftir og lá hann ofaná gjallinu. Þetta járn var kallað blástursjárn.

Um daginn fannst gjallklumpur í uppgreftrinum sem er greinilega úr botninum á slíkum ofni:

gjallkaka

Eldsmiðirnir sem komu á menningarnótt voru þó að vinna með járnið á næsta stigi, þ.e. að vinna úr bástursjárninu og búa til hluti úr hreinsuðu járni. Blástursjárnið er hitað og lamið til að ná óhreynindum úr því og síðan hægt er að smíða nagla og aðra járngripi úr hreinsuðu járninu. 

Að lokum er hér útskorin mynd af járnvinnslu úr kirkjunni í Hyllestad í Noregi frá 12.öld, sem sýnir svipuð verk og hér hefur verið rætt um. Á efri myndinni er verið að smíða úr járninu en á neðri myndinni er verið að vinna járn og hreinsa blástursjárn.

123