Prenta |

Silfurarmbaugur

Höfundur: Hrönn Konráðsdóttir.

armbaugur1

Á dögunum fannst þessi glæsilegi silfurarmbaugur á Alþingisreitnum frá 9-11 öld. Nú er verið að hreinsa hann og forverja og því eru komnar þessar fínu myndir af honum, þó að mikið verk sé enn eftir þar sem hann er mjög viðkvæmur.

Armbaugurinn er með þríhyrningsmunstri sem er stimplað á hann og hefur verið krækt saman eins og sést á neðri myndinni.

Ekki hafa fundist margir silfur armbaugar frá þessum tíma í fornleifauppgröftum. Tveir snúnir armbaugar hafa fundist í kumlum og einn annar í Skagafirði. Sá er með þríhyrningamunstri eins og þessi sem fannst nú og er einnig krækt saman. Þríhyrningamunstrið var algengt á armbaugum frá þessum tíma. Ekki er búið að rannsaka þennan nýfundna armbaug enn, en þegar því líkur verður hægt að segja með vissu meira um hann.

armbaugur2