Prenta |

Eldsmiðir á Alþingisreitnum.

Höfundur: Sólrún Inga.

menningarnótt 206

Í dag eru eldsmiðir að störfum á Alþingisreitnum og verða þeir hér fram á kvöld. Endilega kíkið í heimsókn. Einnig eru fornleifafræðingar á staðnum sem stjórna leiðsögn um uppgraftarsvæðið.

Gleðilega menningarhátíð.

 

Prenta |

Vegið og metið á Alþingisreitnum

Höfundur: Sólrún Inga.

IMG 2126

Þessi glæsilegi gripur fannst í norðaustur horni svæðisins nálagt móöskubruna í víkingaaldar jarðlagi. En gripurinn er úr blýi og vegur 13 gr. Þetta mun vera met sem notað var til þess að meta þyngd ákveðins efnis, t.d. við vöruskipti á víkingaöld. En ekki getum við vitað um hverskonar efni var að ræða, kannski silfur?