Prenta |

Snældusnúðar

Höfundur: Sólrún Inga.

Brot af snældusnúði / Piece of a spindle whorl

Í síðustu viku fannst brot úr snældusnúði sem er úr rauðum sandsteini en í sumar hafa þá fundist þrjú slík brot. Brotin eru öll frá um 10. öld, en annars hafa snældusnúðar fundist í fornleifauppgröftum víða um land og í kumlum. Á Alþingisreitnum hafa fundist alls 12 snældusnúðar eða brot úr snældusnúðum. Þeir eru úr viði eða steini, innfluttum og íslenskum.

Prenta |

Textíll frá 9-11. öld

Höfundur: Hrönn Konráðsdóttir.

img 1129

Textíll varðveitist yfirleitt ekki mjög vel, enda er hann yfirleitt gerður úr lífrænu efni, þó að ýmis textíll nútímans, eins og nylon og flís séu ekki lífrænir og munu eflaust varðveitast vel í jarðlögum framtíðarinnar. Það er helst ef jarðvegurinn er mjög blautur eða í mýrum sem textíll varðveitist hér á landi, þar sem súrefni kemst ekki að. Hér að ofan má sjá textíl sem fannst um daginn á Alþingisreitnum og er hann frá 9-11 öld.