Prenta |

Eldstæði grafið upp

Höfundur: Hrönn Konráðsdóttir.

615013 505028956181113 949091114

Í dag var byrjað að grafa uppúr eldstæðinu sem sést hér á myndinni að ofan. Það er staðsett í Norðvesturhorni núverandi uppgraftrarsvæðis og hefur verið í notkun einhvertíman á 9-11 öld. Það virðist vera þrískipt og þá mögulega fyrir þrjú mismunandi stig á einhverskonar vinnslu, en það er þó bara ágiskun að svo stöddu. Sýni verða tekin úr eldstæðinu og rannsóknir á þeim gætu mögulega gefið betri hugmynd um hvernig það var notað.

Prenta |

Dýrabein

Höfundur: Albína Hulda Pálsdóttir.

img 8641

Mikið af dýrabeinum hefur fundist við fornleifauppgröftinn á Alþingisreitnum. Hluti þeirra hefur verið greindur og þar á meðal eru bein úr hundum, hvölum, selum, geirfuglum, súlum, þorski, ýsu, kindum, svínum og hestum.

Geirfuglsbein hafa fundist í elstu lögunum á svæðinu sem bendir til þess að menn hafi snemma gengið nærri geirfuglastofninum á svæðinu og ekki komist auðveldlega til að veiða hann eftir 1226.

Nokkuð mikið er af beinum úr svartfugli, sel, hval og fiski allt frá landnámi og fram á 19. öld. Aðgangur að auðlindum hafsins hefur greinilega verið mikilvægur fyrir íbúa Reykjavíkur frá fyrstu tíð.